Friday, April 10, 2009

Blúshátíð Reykjavíkur - miðvikudagskvöld

Ég lét mig ekki vanta á miðvikudagskvöldið á Rósenberg.

Fyrst var atriði Sollu og hljómsveitar hennar. Hún tók mikið af lögum eftir sjálfa sig en einnig lög eins og Turn me on, Oh Darling og fleiri þekkt. Hún átti góða spretti raddlega séð og stundum hafði hún líka fína innlifun á sviðinu. Það var samt eins og það væri eitthvað ekki að smella saman hjá hljómsveitinni, kannski saknaði ég gítarsólóanna svona mikið.

Seinni hljómsveitin var Ferlegheit. Það var nafn með réttu, þó á jákvæðan hátt því þau voru alveg ferleg. Munnhörpuleikarinn var ótrúlega góður, besti sem ég hef séð lengi á Íslandi og einnig miðað við aldur. Trommuleikarinn var fyrirbæri, eins og hann væri úr geimnum hann spilaði svo vel...einnig miðað við aldur. svo var hann prýðilega góður söngvari og lak af honum kynþokkinn! Söngkonan var kröftug og aldrei fölsk. Hún var skemmtileg og með svona Bonnie Raitt "feel". Þannig að, þetta var hin mesta skemmtun þó svo að gítarinn og "sándið" hafi ekki alltaf verið að gera sig.

Eftir að þetta var búið kom Gummi P. Davíð Þór og Ragnheiður Gröndal og létu ljós sitt skína. Það var eftir að þau höfðu verið á Hilton það sama kvöld. Þó að ég heyrði lítið í Ragnheiði var þetta skemmtilegur lokapunktur á kvöldinu. - Myndir væntanlegar.

Nú er ég komin á Höfn í páskafrí og að enda við að klára Campaign strategy og pitch fyrir markaðssetningarnámskeiðið. Get ekki beðið eftir því að fara í skarðið á eftir og brenna nokkrum hitaeiningum áður en þær hlaðast fimmfalt aftur tilbaka með páskaeggjaáti á sunnudag!

Gleðilega páska.

No comments:

Post a Comment