Saturday, October 24, 2009

Afmæli listamanns nálgast

Ég sit hér í stofunni á Lindargötunni, í Skuggahverfinu þar sem amma mín átti einu sinni heima. Þá var vissulega allt öðruvísi hér um að litast en miðbæjarstemningin vafalaust sú sama - ef ekki betri. Nú sit ég hinsvegar hér og eyði háskólaárunum, eftirminnilegustu árunum í lífi mínu.

Það er ekki mikil kreppa á þessu heimili því hér verða kokkaðar bakaðar kartöflur og folaldalundir í kvöldmat. Með því verður drukkið rándýrt lífrænt ræktað rauðvín.

Mitt í öllum undirbúningnum get ég ekki annað en hugsað um komandi daga sem verða viðburðarríkir. Ég er að undirbúa heimildakvikmynd um listamann og byrja tökur á mánudaginn. Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því og verð ég alltaf sátt að líta til baka og vita að ég nýtti tímann til að klára þetta verkefni. Ég þarf því, frá og með mánudeginum, að hætta að vera feimin og verða ótrúlega frökk og blátt áfram. Taka viðtöl við gáfað fólk og mikilvægt fólk í samfélaginu. Taka upp allt sem mér dettur í hug og aldrei að hika. Ef það á einhvað að vera varið í þessa mynd.

En nú þarf að leggja á borð og taka fram kræsingarnar.

Skál.

No comments:

Post a Comment