Tuesday, October 20, 2009

Fallegur sólardagur í borginni

Ég verð að hætta að skrifa bara á mánudögum. Á mánudögum er maður stundum þreyttur eða ennþá í helgarfríi í huganum. Á þriðjudögum verður hugurinn hinsvegar aftur beittur og þá er mál að skrifa eitthvað viturlegt.

Ég get ekki annað en að viðurkenna að ég hlakka mikið til jólanna. Ég veit fullkomlega að það er frekar langt í það en ég get ekki beðið eftir að fara til Hornafjarðar, út að labba með Janis og svo framvegis. Ég sakna þess svo mikið núna og mér finnst of langt síðan síðast.

Veturinn er líka búinn að vera skrítinn hér. Jújú ég var í áfanga sem var fín mæting í og ágætis álag. Svo er ég að fara að gera lokaverkefni í því og þá verður dágott álag. Þess á milli, semsagt þessa dagana, er ég hinsvegar bara í biðstöðu út af lokaverkefninu og maður er ekkert að fá sér vinnu í 2 vikur. Þannig að ég er bara að glugga í bókum og svona, reyna að kenna mér að slappa af og hlaða batteríin. Þetta er bara ekki eitthvað sem ég er vön að gera og mér líður stundum eins og aumingja eða atvinnulausum einstakling í tilvistarkreppu.

Þess á milli er samt alveg merkilegt hvað maður nýtur þess að vera til. Ég er sennilega að kynnast nýrri hlið á mér sem ég vissi ekki að væri til. Sú sem bara nýtur lífsins sama hvað er í gangi og hversu lítið eða mikið af verkefnum eru á borðinu.

Í dag eru samt nokkur verkefni framundan. T.d. að kaupa kaffi og farra á bókasafnið. Svo þarf ég líka að fara í kennslu á Final cut hjá Höllu til þess að geta klippt kvikmyndina mína. Svo að þetta verður ekkert nema áhugaverður dagur í sólinni í Reykjavík.

No comments:

Post a Comment