Wednesday, June 9, 2010

Framfaradagar

SvavarGuðnason verkefnið mjakast áfram. Núna er ég að vinna að heimasíðu um verkefnið sem verður vonandi tilbúin í lok þessa mánaðar. Þar ætla ég að hafa ýmsan fróðleik um Svavar auk þess sem fréttir af verkefninu verða settar inn. Ég vona að í framtíðinni verði vefurinn lifandi heimasíða um myndlist og myndlistamenn frá Hornafirði. Þá munu einnig áhugaverðir hönnuðir vera til umfjöllunar, því eins og margir vita þá er oft þunn lína á milli listar og hönnunar.

Ég fékk mjög góðar fréttir í sambandi við verkefnið í dag og svo fer ég í þriggja daga vinnutörn til RVK í júní. Þar ætla ég að taka viðtöl og kaupa efni í sýninguna. Einnig er ég að ganga frá því að vinna að vídjóverki um málverkin hans Svavars. Í vídjóverkinu verður einnig flutt nýtt tónverk svo að ég vonast til að þetta verði allt saman ferskt og spennandi!

Svo er það þetta hefðbundna..veggspjöld, sýningarskrá og aukaefni. Allt er þetta svo skemmtilegt að ég get ekki annað en verið full tilhlökkunar að sjá útkomuna.

No comments:

Post a Comment