Tuesday, July 6, 2010

Listin sprettur af lífinu sjálfu en ekki neinni fagurfræði

Ég er búin að opna sýninguna "Listin sprettur af lífinu sjálfu en ekki neinni fagurfræði" og gerði það fimmtudaginn 1. júlí í Kaffi Túnilíusi. Það var ákveðin upplifun að vera fram á kvöld að vinna að textum og svo fram á nótt að hengja upp sýninguna fyrir opnunina. Þar sem þetta er lítil sýning og bara smá hliðarverkefni þá ákvað ég að hafa ekki formlega opnun heldur leyfa henni bara að njóta sín sem tímabundið verkefni. Samstarfskonur mínar í Sparisjóðnum komu mér þó skemmtilega á óvart þegar þær héldu fyrir mig óvænt opnunarteiti í Kaffi Túnilíusi þar sem við drukkum kakó og þær afhendu mér risablómvönd. Mér þótti virkilega vænt um það.

Ég ætla að koma með myndir af sýningunni inn fljótlega hér inn. Það er persónulegur áfangi fyrir mig að hafa opnað þessa sýningu og séð að allt er hægt ef viljinn og dugnaðurinn er fyrir hendi, jafnvel þó að maður sé stundum hræddur við að láta ljós sitt skína. Fyrsta skrefið er alltaf erfiðast, hér eftir verður þetta bara skemmtileg vinna og verkefni á eftir verkefni sem maður vinnur með minni kvíða. Annað er að á þessari leið mætir maður alltaf einhverjum úlfum og grýttum farvegi sem hægir á ferðinni. Það þýðir þó ekki að láta það trufla sig því annar kæmist maður aldrei á leiðarenda.

No comments:

Post a Comment