Monday, September 14, 2009

Mánudagur

Í dag ætla ég að kaupa mér árskort í ræktinni. Það er alltaf góður dagur þegar maður gerir það. Ég er nefnilega þannig að þegar ég hef borgað fyrir eitthvað, þá nota ég það mikið. Einstaklega hentugt þegar kort í ræktinni er annars vegar. Árangurinn verður víst ekki mikill nema að mæta.

Spáir brjáluðu veðri í dag. Alveg spurning um að drífa sig að gera það sem maður þarf að gera utandyra. Ég er bara að hafa það svo kósí hérna heima, með te og tölvuna fyrir framan mig að hlusta á Rás 2. Já, að vera í háskóla, getur svo sannarlega haft sinn sjarma þegar það er ekki allt brjálað að gera.

Þessa vikuna ætla ég að taka hollustuna alvarlega. Sykurbannið er erfiðast fyrir mig en samt ætla ég að reyna mitt besta. Svona fyrir utan 2 mjög dökka súkkulaðibita með kaffinu. Það er einfaldlega bara hluti af mínu menningarlega líferni og verður ekki tekið úr dagskránni. Nart á kvöldin verður hinsvegar að fjúka fyrir utan melónu og epli.

Umfram allt ætla ég að vera jákvæð og í góðu skapi alla vikuna. Missa mig í að vinna í lokaverkefninu. Kannski sæki ég um vinnu ef ég verð í svaka stuði.

Gott að skrifa sér svona lista á mánudögum og setja á bloggið sitt. Þá er auðveldara að fylgja markmiðum.

No comments:

Post a Comment