Tuesday, November 3, 2009

Viðburðaríkir dagar

Það er heldur betur búið að vera margt á döfinni hjá mér. Ég er búin að taka upp nokkra tíma af efni fyrir heimildamyndina mína og gerði það allt í síðustu viku. Fór semsagt alla síðustu viku upp í Listasafn Íslands og myndaði það sem þar fór fram í undirbúningi fyrir stórri sýningu á verkum Svavars Guðnasonar. Þessi sýning opnaði svo á laugardaginn, þar sem ég og Friðjón fórum að sjálfsögðu og vorum við opnunina. Sýningin var svo falleg og svona persónulega fyrir mig fannst mér það algjör forréttindi að fá að vera með þennan dag. Halldór Björn hélt ræðu sem ég hefði alls ekki viljað missa af. Það sem betra er - ég á hana alla á upptöku. Líka ræðuna hjá forsetanum.

Verður eflaust gott að nota þetta í stóru myndina mína sem ég ætla að reyna að klára fyrir næsta sumar.

Svo er ég að missa mig í að hanna hluti og búa til, sköpunargleðin fer öll í það þessa dagana auk þess að vera með kvikmyndavél á öxlinni og vinna með lifandi myndir. Ég held að ég þurfi reglulega að breyta til og er algjörlega búin að leggja gítarnum í bili og alveg hætt að semja lög og texta. Það er kannski bara gott að "rótera" í þessu reglulega þó svo að ég horfi reglulega á hann og skammist mín fyrir að "geta ekki neitt" lengur með honum. Svo er líka pirrandi að semja lög og texta og gera aldrei neitt meira með það. Held ég þurfi að fara að vinna með gömlu lögin betur áður en ný verða til. Það verður tími fyrir það eins og allt annað.

- er bara á milljón þessa dagana með allt og allt.

No comments:

Post a Comment