Sunday, February 15, 2009

Á Hornafirði, plúsar og mínusar

Nú er ég komin til Hornafjarðar eftir viðburðarríka helgi. Á föstudaginn var Vetrarhátíð og ég var að "vinna" á Listasafni ASÍ. Þetta var sjálfboðavinna á vegum námskeiðsins í verkefnastjórnun og svo eigum við að gera verkefni. Þetta var virkilega skemmtilegt og sá ég vel fyrir mér að vinna á slíku safni í framtíðinni. Ef guð lofar að maður fái svo góða og skemmtilega vinnu.

Það er yndislegt að knúsa Janis litlu hérna heima. Þó að það jafnist nú ekki neitt á við að kúra með Friðjóni þá kemur það eitthvað smá í staðinn. Ekki fær Janis heldur að lúlla hjá mér á nóttunni af því að hún er hundur og hundar eiga ekki að vera uppi í rúmi.
Ótrúlegt hvað maður getur orðið háður því að vera ekki einn í rúminu. Þrátt fyrir að það getur stundum verið erfitt að sofna þegar Friðjón andar hátt. Hann nefnilega hrýtur ekki, stór plús, en hann andar eitthvað svo hátt. Svo magnast það upp þegar ég ligg og reyni að loka augunum. Nóg um það - það er eini mínusinn við að vera á Höfn eins og núna, það er að mér verður svo kalt á kvöldin og nóttunni af því að Friðjón er vanur að sjá til þess að svo er ekki.

En það er líka eini mínusinn við Hornafjörð þegar ég er ein á flakki. Allir hinir plúsarnir eru góðir og manni líður vel.

No comments:

Post a Comment