Wednesday, February 11, 2009

Skilgreining á menningu - ein af mörgum

Þegar hver einstaklingur hefur fullnægt sínum grundvallarþörfum til fæðu, vatns o.s.frv. fer hann að stunda ýmislegt sem nýtist honum og öðrum í næsta nágrenni, vekur forvitni og oft á tíðum ánægju. Þegar jarðvegurinn er frjór spretta upp margvísleg tjáskipti og túlkun tilfinninga og hugsana. Það er hin sanna menning sem eykur lífsgæði.

Menningarhugtakið er vítt. Það nær til andlegra viðfangsefna sem og til verklegra. Gerð leikrits, tónverks, hönnun mannvirkja eða hvað sem spretta kann innan borgarmarkanna eru dæmi um frjóan jarðveg – menningu – borgarbúa. Svo geta menn talað um verkmenningu, matarmenningu og raunar er vaxtarsprotum menningarinnar engin takmörk sett.

Úr fyrirlestri menningar og verkefnastjórnun, vor 2009.

No comments:

Post a Comment