Wednesday, March 18, 2009

Marsbúinn

Ég sit og klára tímann í menningar- og verkefnastjórnun sem svo oft áður þessa önnina. Var að flytja fyrirlestur um Þuríði Sigurðardóttir í Listasafni ASÍ og þáttöku mína á Safnanótt. Gekk vel, ég talaði tæpitungulaust og er ekki vitund stressuð fyrir þessu lengur. Þetta hefur verið löng þrautarganga og loksins er ég farin að njóta mín ágætlega. Tala listfræði- menningarfræði- og verkefnastórnunarlega...það er margt sem maður getur tvinnað saman.





Er farin að huga að lokaverkefninu og ekki seinna vænna. Það hefst á næsta ári og þarf ég að huga að því að sækja um styrki. Ég er með eitt verkefni í huga sem felur í sér þá leiðu nauðsyn að fara til útlanda að rannsaka. Er eiginlega komin með þetta barn í magann og þarf að fæða það, búin að hugsa um það svo lengi.

Svo er blúshátíðin liðin. Mikið var hún yndisleg í alla staði. Pínulítið sjokkerandi líka, það fylgir því. Eins og það var búið að vera mikið að gera í vikunni á undan, markaðssetningaráfanginn alla daga og æfingar á kvöldin. Undirbúningur fyrir blúshátíð og svo framvegis. Svo lögðum ég og Friðjón af stað á fimmtudagskvöldinu í ágætis veðri. Fengum gott að borða á föstudeginum, þá var mamma líka 50 ára. Svo var ég að syngja með Blúsvíkingunum á Kaffihorninu um kvöldið.
Á laugardeginum var stóri dagurinn. Valdís átti afmæli og svo voru tónleikarnir okkar í Rökkurbandinu á hótelinu um kvöldið. Þrátt fyrir ýmislegt sem fór úrskeiðis þá komumst við ágætlega frá þessu. Að mínu mati var Hótelið ekki að gera sig í hljómburðinum fyrir hljómsveit eins og okkur. Hef líka fengið þau komment hérna í bænum frá listamönnum sem þetta sáu að við ættum að reyna að draga úr öllu og hafa allt mjög fágað í okkar spilamennsku.

Á sunnudeginum vorum við veik og veðurteppt. Nei, ekki þynnka, heldur bara hitaflensan ógurlega. Svo á mánudeginum fórum við heim og ég var síðan alla vikuna að jafna mig. Er orðin fullfrísk og hress núna, farin að hlaupa á fullu og koma mér í gott form fyrir vorið.

Ég ætla að nota tækifærið af því að ég var að tala um blúshátíðina að þakka öllum sem komu að horfa á okkur fyrir, það var svo virkilega gaman og yndælt að sjá hvað það voru margir sem mættu og fylltu hótelið af lífi og fjöri.

2 comments:

  1. Flottar myndir, hver á heiðurinn á bak við þær eiginlega???

    ReplyDelete
  2. Hmmmm.... hver ætli það sé? Það dettur það náttúrulega engum í hug eftir kommentið...

    ReplyDelete