Wednesday, March 4, 2009

Mikið ofsalega er erfitt...

...að vera utan af landsbyggðinni.

Sumir skilja hreinlega ekki hvernig maður gat bara rifið sig upp eftir framhaldskólann og flutt á mölina. Að maður hafi virkilega haft kjark og þor til þess að labba út úr sveitabænum og klæða sig úr gúmmítúttunum.

Eða hreinlega hversu æðislegt það er einmitt að hafa upplifað hvoru tveggja, að vera úti á landi í rólegheitum í litlum bæ og í höfuðborginni í öllum látunum. Þetta er algjörlega ólíkur lífstíll og báðir staðirnir hafa sína kosti og galla.

- og mikið ofsalega er það erfitt að fara austur til Hornafjarðar um helgina og hlusta á tónlist í fremsta gæðaflokki þar sem boðið er upp á heila blúshátíð. Tónleikar 3 kvöld í röð á ýmsum stöðum. Menning + aflslöppun og fallegt umhverfi.

No comments:

Post a Comment