Saturday, March 28, 2009

Tónleikar og árshátíð

Ég föstudagskvöldið fór ég á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég fór á svipaða tónleika í fyrra og hafði mjög gaman af, en tónleikarnir í ár voru allt öðruvísi. Gershwin heillaði mig upp úr skónum, þvílík fegurð.

Laugardagurinn fór í árhátíð Hagnýtrar menningarmiðlunar. Það var rosalega gaman, góður matur, góður félagsskapur og góð skemmtiatriði. Upplestur úr Listin að kyssa var ákaflega fyndinn ásamt því að aðrir létu ljós sitt skína. Svo var haldið aðeins í bæinn, kannski ekki stoppað mjög lengi... eða alveg þangað til Friðjón varð fyrir olnbogaskoti og blæddi mikið úr nefinu auk þess sem það varð fljótt þrefalt að stærð. Þá fórum við heim.

Sunnudagur...fórum í fermingarveislu. Brynja Pálína var að fermast og var afskaplega sæt og fín.

Friðjón fékk einnig úrskurð hjá lækninum að nefið væri mölbrotið.

No comments:

Post a Comment