Thursday, May 21, 2009

Hornafjörður.... aldan blá

Búin að vera á Hornafirði í hálfa viku. Finnst eins og það hafi verið lengri tími en það er sennilega vegna þess að það er tilbreyting að vera kærastalaus. Mikil tilbreyting og tíminn líður aðeins hægar fyrst.

Það er þó margt sem kemur í staðinn þegar maður er kominn í rólegheitin. Ég er virkilega ánægð með að vera byrjuð að vinna. Tók mig líka til og fór á fótboltaæfingar, fór með föndur í handraðann, labbaði í skarðinu og fór á fótboltaleik. Þetta allt á nokkrum dögum og segi svo einhver að það sé hér lítið að gera! Ég á enn eftir að gera margt svo að það er nóg eftir.

Ég var ekki enn búin að segja frá því að Friðjón var að frumsýna í Þjóðleikhúsinu síðasta föstudag og var það mjög flott og vel að verki staðið. Það kom meira að segja pínulítið á óvart hversu vandað allt var og var ekki að sjá að þarna væri áhugamannaleikfélag á ferð. Mér fannst Friðjón sem Hallfreður guðfræðistúdent auðvitað standa sig mjög vel, hann var alveg í fremsta flokki. Það var reyndar ekki bara ég sem var að segja það að hann væri frammúrskarandi, það hafa fleiri haft það á orði síðan á frumsýningu. Það eru enn sýningar eftir svo að það er um að gera að skella sér í leikhús, hægt að panta miða á Ó þú, aftur á midi.is.

Svo var laugardagurinn og sunnudagurinn yndislegur. Gott veður hafði sitt að segja. Við vorum í sólbaði, fórum í Nauthólmsvíkina og betri helmgingurinn var svo örlátur að bjóða mér út að borða á Pisa. Allt voðalega ljúft. Læt nokkrar myndir fylgja með.


Nýkominn af frumsýningu með Sigga og Magga á bakvið




Á "ströndinni"

No comments:

Post a Comment