Monday, June 22, 2009

Sumarið er ekki tími til þess að skrifa of mikið...

...þó að það gerist ýmislegt sem vert er að skrifa um og hugleiðingarnar láti ekki á sér standa.

Aðallega munu ferðasögurnar bera hæst við í sumar en ferðasögur hafa verið skrifaðar svo lengi sem menn muna. Alltaf hefur fólk haft tilhneygingu til að ferðast, skipta um umhverfi, sjá nýtt fólk og nýja staði. Allir reyna að ferðast, sama hvað það kostar og hversu mikil fyrirhöfnin er. Jafnvel leggja á sig ferðalag á framandi staði, nýja staði þar sem lífskjörin eru mun bágari en heima fyrir og svo framvegis. Ferðalög eru semsagt hluti af frítíma okkar og hvernig við eyðum honum.

Ég fór hinsvegar ekki á Kirkjubæjarklaustur eins og ég sagði hér í færslunni á undan. Þá var veðrið búið að ná á mér tökum og ég varð blá af kulda eftir að sitja á fótboltaleik. Enda var líka spáð svipuðum kulda alla helgina. Friðjón lagði hinsvegar af stað með allt útilegudótið og endaði á því að hann keyrði alla leið á Hornafjörð. Laugardagurinn fór í 3 tíma fjallgöngu á tind í nágrenninu, pizzuveislu og svo miðnæturgolf um kvöldið.

Svo er ég nýkomin frá Reykjavík þar sem ég eyddi helginni sem var að líða. Fór í útskriftarveislu hjá Eddu og dagsferð á Þingvelli að skoða það fallega umhverfi allt. Þannig lýkur ferðasögunum í bili hjá mér.

No comments:

Post a Comment