Wednesday, June 10, 2009

Útilegusumar

Mig grunar að það sé útilegusumar í vændum.

Ég fór í bæinn síðustu helgi og þá tókum ég og Friðjón þá skyndiákvörðun á laugardeginum að fara til Grindavíkur að tjalda. 4. flokkur kvenna í Sindra sem Valdís er að þjálfa var að keppa og veðrið var svo gott að ekkert annað var í boði en að skella upp tjaldinu. Svo fórum við á blústónleika í Salthúsinu sem er mjög flott timburhús þar í bæ og sjómannaball í kjölfarið.

Ferlega kósý ferð.

Ég er svo búin að vera dugleg í labbi-hlaupi-yoga alla vikuna og árangurinn lætur ekki á sér standa þó að það sé aðeins miðvikudagur, það er að segja líðanlega séð. Það er furðulegt hvað líkaminn er fljótur að taka við sér þegar maður leggur aðeins extra á sig, eins og t.d. að hætta að borða sykur og minnka hveiti. Ég þarf yfirleitt bara svona tvær vikur í venjulegri hlauparútínunni minni ef ég bæti yoga og labbi við, til þess að verða nokkuð ánægð með mig. Það þýðir hinsvegar ekkert að sukka í óhollu fæði á meðan heldur meira borða ávexti og drekka te og sítrónuvatn. Þá er þetta fljótt að virka. Það er ekki seinna vænna en að koma sér í sumarformið nefnilega.

Næstu helgi er ég að hugsa um að fara í aðra útilegu. Á Kirkjubæjarklaustri. Það verður örugglega mjög afslappandi.

No comments:

Post a Comment