Wednesday, June 24, 2009

Forsætisráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir mun aldrei vinna hug og hjarta mitt.

Vel valin setning sem ég heyrði áðan.

"Það er frábært að vera með forsætisráðherra sem er kona og lesbía" segja sumir. Það gefur gott fordæmi og er gott fyrir kvenréttindabaráttuna.

Nei. Ekki alveg. Ekki finns mér.

Það þarf konu, t.d. með mann og börn og þessa ekta kvenlegu týbu til þess að gefa gott fordæmi. Eins og Vigdís Finnbogadóttir var til dæmis mun frekar. Ekki vélmenni sem er þegar nær er litið ekki svo frábrugðin körlunum.

Þegar hún byrjar að tala þá missi ég áhugann mjög fljótt...en það er kannski einmitt þessi góða færni pólitíkusa í því að tala bara í innihaldslausum frösum. Það bætir ekki ástandið að hún er með leiðinlegan tón sem er síður en svo upplífgandi á erfiðum tímum. Svo er ég bara ekki að þola svona hroka, hjá konu sem ætlar sem greinilega lítið annað en að komast mjög fljótlega á góð eftirlaun.

No comments:

Post a Comment