Tuesday, July 14, 2009

Ekki meiri pólitík.

Hvernig væri það að njóta sumarsins án þess að velta sér upp úr ráðherrum, icesave og öllum þeim fjandanum sem fjallað er um í fréttum á hverjum degi?

Humarhátíðin er búin sem þýðir að sumarið er að líða aðeins of fljótt. Ég fékk góða gesti og svo vorum ég og Friðjón mest í því að borða humarlokur, humarpizzu og ýmislegt annað sem var við hæfi á hátíð sem þessari. Við héldum tónleika á fimmtudeginum fyrir humarhátíð sem voru vel heppnaðir. Alltaf gaman þegar það kemur margt fólk...líka svo góð stemning í Pakkhúsinu.

Ég get eiginlega ekki beðið eftir næstu dögum. Rökkurbandið er að fara að spila á Borgarfirði Eystri á Bræðsluhelginni þannig að það er aldeilis skemmtilegt framundan. Svo fer ég í útilegu, labba upp í Stórurð og kannski til Eskifjarðar næstu helgi svo eitthvað sé nefnt.

Ég hugsa að ég skrifi meira þegar þetta allt er búið. Núna hef ég svo mikið að gera í því að vera full tilhlökkunar.

No comments:

Post a Comment