Thursday, January 22, 2009

Ekki rauðvínslegin

Þá er kominn fimmtudagur og er þetta annar fimmtudagurinn sem ég er í Reykjavík eftir jólafrí. Ég verð að viðurkenna að ég er ótrúlega fegin að rútínan er komin af stað og fimmtudagarnir þjóta framhjá einn af öðrum. Verkefnin eru farin að kinka kolli og vilja láta eiga við sig, verkefnatextarnir eru tilbúnir til lesturs, allt einfaldlega að verða eins og það á að vera. Ég sit heima, horfi á DVD, les texta og ljóðabækur til skiptis, geri bara hitt og þetta og er ánægð með lífið.

Er núna í áfanga sem fjallar að mestu um verkefnastjórnun og finnst mér þetta einn mest spennandi áfangi sem ég hef verið í. Þá reynir nú aldeilis vel á stjórnsemishæfileikana mína þar sem maður þarf að standa upp og hafa frumkvæði að verkefni sem maður sjálfur stjórnar. Fjárhagsáætlun, tímaáætlun og allt sem almennt snýr að þessu verkefni þarf maður sjálfur að greina frá. Verkefnið getur verið listahátíð, tónlistarhátíð eða í raun hvað sem er menningartengt. Ég sé vel fyrir mér að láta nokkrar hugmyndir verða að veruleika í framtíðinni og þá er nú mjög gott að fá svona áfanga til þess að æfa sig. Fá líka kennara sem er vanir og hafa séð um alla helstu viðburði hérna á Íslandi síðustu árin. Sjá að það er margt hægt að gera eftir ákveðnum aðferðum ef vilji og fjármagn eru fyrir hendi.

Pilatestíminn á þriðjudaginn var líka eftirminnilegur. Ég naut þess virkilega að láta segja mér fyrir hvaða og hvernig æfingarnar væru gerðar. Róandi og sumar æfingar erfiðar um leið. Þó svo að ég sé kannski búin að vera svolítið öfgafull í hreyfingunni í þessari viku, tvisvar á dag í ræktina eða út að hlaupa. Ég verð að viðurkenna að það er örlítið mikið og ég ætla að reyna að minnka þetta aðeins í næstu viku. Segi það samt og meina það að háskólaræktin er staðurinn til að vera á núna í kuldanum og skammdeginu.

Bóndadagurinn er á morgun og í tilefni þess ætla ég hugsanlega að elda einhvað gott handa Friðjóni (í minnsta kosti verður farið í gott sushi) og kannski bjóða honum upp á smá hvítvín með því ef veður leyfir.

Eitt ljóð í lokin eftir lubba klettaskáld

Ég bað til guðs

ég bað til guðs
um betri tíð
með blóm í haga

ég bað til guðs
um frið og ró
og frjálsan aga

ég bað til guðs
um gilda vasa
og góða daga

ég bað til guðs
að lækna sár
og svanga maga

ég bað til guðs
og svarið var:
"það er enginn notandi
með þetta símanúmer".

No comments:

Post a Comment