Thursday, January 29, 2009

Þegar ég var í menningarfræðitíma...

Rótleysi
Sem fræ fæðist
og sólin nærir menninguna.
Nútímamaður heilsar
siðmenning slítur úr jörð
lífræn tenging rofin
vélrænt skipulag mengar regnið
úrkynjun sem kveður upprunann um sinn.

Þeir þættir sem virkuðu
virka ekki lengur
sálin er týnd í stórborg með götuljósum og lestarstöðvum...
skilningur á líkamanum gjörsamlega firrtur
afturhvarf til flökkulífsins í stórborg.

Fórnar blóð og sál
til heimsborgar.
Síðasta blómstrið visnar
með rofanum deyr
og rís svo að nýju.

10.nóvember 2005

No comments:

Post a Comment