Thursday, January 29, 2009

Kaffið kom inn

Það er nú einfaldlega þannig, að þegar maður er námsmaður, þá getur verið erfitt að koma sér af stað í daginn. Sérstaklega þá daga sem maður þarf í raun ekki að vakna, eins og fimmtudaga. Þá getur verið afskaplega ljúft að standa upp, gera nokkrar yoga æfingar og síðast en ekki síst - fá sér kaffi.

Kaffi er yndisleg uppfinning.

Eða gott símtal frá pabba. Þá fer maður alveg í banastuð, sérstaklega ef við erum að tala um blústónlist.

Það er sérstakt að heyra af hitabylgjunni í Ástralíu og horfa út um gluggann hér heima um leið. Þar sem hvítur snjórinn í fjöllunum blasir við, allt svo yndislega fallegt og kyrrt.

Talandi um það þá get ég varla talað um það lengur án þess að galla mig upp og fara á skokkið. Áður en lægðin skellur á.

No comments:

Post a Comment