Friday, January 16, 2009

Nýir kjólar

Fór í búð á laugarveginum og keypti mér 3 nýja kjóla. Allir á lágmarksverði svo að nú verð ég á næstunni mjög fín fyrir mjög lítinn pening. Ég fór að hugsa um það um daginn hvað ég er mikil stelpa. Þá meina ég það á þann hátt að ég elska að skreyta mig með skartgripum og kaupa falleg föt. Svo elska ég að kaupa fallega hluti og stilla þeim upp fyrir framan mig og horfa á þá dags daglega. Þetta gildir líka um bækur, nema stundum tek ég þær úr hillunni og les, þó sjaldnar sem það gerist. Reyndar byrjuðu fagurkerataktarnir þegar ég var mjög lítil. Vildi alltaf vera í kjól á meðan Valdís var í íþróttagallanum. Tók flotta hluti frá mömmu þegar hún sá ekki til og setti þá upp á hillu í herberginu mínu. Svo kom langt tímabil sem ég þorði ekki að vera í neinu fallegu, bara helst einhverju sem myndi sjá til þess að ég skæri mig sem minnst úr. Núna er ég hinsvegar aftur farin að þora og líka það vel að klæða mig eins og ég vil. Það er skemmtilegt og gefur lífinu gildi.

Komin aftur til Reykjavíkur eftir langt og gott frí á Hornafirði. Afskaplega var ljúft að vera þar og afskaplega er ljúft að vera aftur komin í miðbæinn. Er einmitt í þessum töluðu orðum að fara á röltið niður í bæ, það er alltaf eitthvað nýtt að sjá og kaffið sem maður kaupir dýrum dómum er líka gott.

Það eru allir að hætta að blogga þessa dagana. Örugglega út af facebook. Mér finnst hinsvegar svo gaman að skrifa og ekkert svo gaman á facebook, að ég ætla að halda áfram að skrifa hér inn. Ég veit að það eru allavega 3 sem lesa þetta, Lóa frænka, mamma og Valdís. Það er næg ástæða til að halda áfram.

No comments:

Post a Comment