Sunday, April 5, 2009

Blúshátíð Reykjavíkur

Í gær fór ég á Blúshátíð Reykjavíkur á Café Rósenberg.

Það voru 4 hljómsveitir að spila og allar mjög ólíkar. Ein hljómsveitin voru miðaldra menn "Lame Dudes" hétu þeir og ortu þeir aðallega um það hvað konan er erfið á þriðjudögum og hversu erfitt það er að vera miðaldra. Svo voru tveir strákar sem voru fínir en náðu ekki salnum á sitt band. Fyrsta atriðið var mjög svo kántrí og gospel skotið en það var einhver sjarmi yfir því.

Síðasta hljómsveitin var auðvitað hörkugóð...allir proffarnir mættir með hljóðfærin sín og Hrund að syngja. Þetta gat bara ekki klikkað þó svo að mér fannst lagavalið stundum mega vera aðeins blúsaðara.

Eftir þetta reyndum ég, Friðjón og Raggi að finna eitthvað skemmtilegt í miðbænum. Það var ekki að ganga svo vel. Maður á alltaf að halda sig á Rósen og ekki stíga fæti þar út fyrir nema til að fara heim. Nú hef ég skrifað það og ætla að fara eftir því. Hinir staðirnir í miðbæ Reykjavíkur eru bara vonbrigði.

Í dag erum við frekar þreytt. Það er nefnilega vandamálið við að reyna að finna góða skemmtistaði að tíminn flýgur hratt. Klukkutími hér...klukkutími á næsta og allt í einu er klukkan orðin fimm. Þá fer maður heim og fær sér morgunmat og sefur voðalega lítið. Þynnka kemur málinu semsagt lítið við, það er aðallega þreytan.

Get ekki beðið að fara til Hornafjarðar á morgun og njóta þess að læra og drekka kaffi hjá ömmu...ekkert þreytt eða sjúskuð eftir miðbæ Reykjavíkur.

No comments:

Post a Comment