Monday, December 15, 2008

9 dagar til jóla

Nú eru 9 dagar í það að ég setjist niður með fjölskyldunni, borði jólamatinn og opni jólapakkana. Horfi svo á tónleika hvítasunnukirkjunnar á RÚV og kíki jafnvel í messu. Svona af því að ég og pabbi höfum á annað borð tekið upp þann sið síðustu fáu árin.

Hugtakið "hversdagsleiki" öðlast nefnilega nýja merkingu á jólunum. Því að þá hefur maður í raun mikið af frítíma og lítið af hversdagsleika. Eða þá að algjörlega nýr hversdagsleiki verður til. Svona þar sem maður sér sig knúinn til þess að slappa af. Láta öll verkefnin svífa stjórnlaust um í kæruleysishólfinu.

Maður vill líka alltaf vera að gera eitthvað skemmtilegt. Þess vegna eru sumir alltaf að djamma. Sumir alltaf úti að hlaupa. Sumir horfa á sjónvarpið allan sólarhringinn. Sumir borða yfir sig. Allir eru að leitast eftir því að njóta jólanna út í ystu æsar og helst taka nógu margar myndir í leiðinni til þess að sýna svo öllum og muna - hvað þeir nutu jólanna.

Hjá mér renna þó jólin á minni stuttu ævi öll saman í eina samfellda atburðarrás. Það breytist ekkert nema aldur fjölskyldumeðlima. Nema að einn hundur bættist í hópinn síðustu 2 jól. Alltaf er hægt að treysta á það að jólin eru frábær tími.

og reyndar... langt í frá hversdagslegur.

No comments:

Post a Comment