Thursday, December 11, 2008

Alltaf gott að ferðast

Það er allt svo þægilegt á Hornafirði. Ég hef reyndar sagt það nokkrum sinnum áður hugsa ég. Ég fer alltaf í svo listrænt skap úti á landi. Ekkert skrítið að listamenn tali um það hvernig náttúran og hreint loft virki á það. Það er eitthvað sem breytist í huganum þegar maður skiptir um umhverfi. Fer í rólegheitin. Kannski er það tilbreytingin, ég skal ekki segja.

Janis litla er alltaf jafn sæt og vanalega. Kúrir hjá manni á kvöldin. Talandi um hunda þá eru þeir einnig mjög góðir fyrir sálina. Það er ekki eðlilegt hvað þeir hafa róandi áhrif.


Hulda Rós ofur-afslappaða kveður að sinni.















Það var líka afslappandi á Eskifirði í fyrra

2 comments:

  1. flott blogg :)

    en þetta fansað í fúgustíl minnir mig alltaf á fuglastríðið í lumbruskógi (veit ekki af hverju) en ég hataði, og held ég geri enn, þá mynd svo ég verð alltaf pínu pirruð þegar ég les þetta hehe.

    en ég heyri í þér, vika í klakann :)

    ReplyDelete
  2. Hehe já skemmtileg túlkun á myndinni..verð að segja frekar óvenjuleg þó svo að reyndar er mjög líklegt að þarna séu einhverjir fuglar á sveimi.
    Jeiii..sjáumst eftir viku.

    ReplyDelete