Tuesday, April 14, 2009

Pólitík

Þvílík ábyrgð!

Að þurfa að láta okkur kjósa núna. Bara einn tveir og tíu og enginn er tilbúinn fyrir það. Hvorki fólkið - kjósendur, né fólkið í framboði.

Það lýsir sér best á borgarafundunum á RÚV.

Ég verð að viðurkenna að núna er ég algjörlega týnd í pólitíkinni og yfirleitt hef ég haft mjög sterkar skoðanir. Það nær eiginlega enginn að segja neitt af viti, nema þá fulltrúar Borgarahreyfingarinnar (að ég held hún heiti). Sérstaklega þessi á fundinum á Ísafirði sem sagði það að hann væri nú enginn pólitíkus..væri bara í þessu framboði fyrir fólkið. Svo er Þráinn Bertelsson góður rithöfundur og á maður ekki að kjósa fólk. Kannski endar atkvæði mitt þar, hver veit?

Jah, allavega ekki ég!

No comments:

Post a Comment