Thursday, April 16, 2009

Ungir pólitíkusar láta ljós sitt skína

Ég er með pólitík á heilanum þessa dagana. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta alltaf jafn gaman og fylgjast með því og athuga hvort ég sé ennþá með mínum flokki eða ekki. AUÐVITAÐ er ég ekki sammála öllu því sem flokkurinn segir en þrátt fyrir það er blár ennþá uppáhalds liturinn minn. Þannig er það nú bara, jafnvel þó að ég sé mjög listhneigð, menningarsinnuð, vill ekki sjá álver og svo framvegis. Margt sem ætti að passa við aðra flokka en af ákveðnum ástæðum gerir ekki nógu vel. Ég er einstaklingssinnuð, ég trúi á einstaklingsframtakið. Metnaðinn. Eftir þessa einföldun mína læt ég þar við sitja.

Nú fæ ég örugglega fyrir ferðina hjá þeim mörgu vinum mínum og kunningjum sem eru vinstrisinnuð og jafnaðarsinnar og ég ber janframt mikla virðingu fyrir. En, þannig er það nú bara, líka.

Núna er líka tækifærið fyrir unga pólitíkusa að láta ljós sitt skína og koma sér á framfæri. Nú er allt opið og hver sem er getur komið sér nokkuð vel áfram. Sagt sína meiningu, látið vita hvaða málefni skipta mestu máli. Eða er það svo? Getur það hver sem er?

Ég fór að hugsa þetta rækilega, þegar ég las rikivatnajokuls.is áðan. Hversu settlegir og fínir þessir ungu framsóknarmenn voru á þessum fundi. Greinilega allt prúðir einstaklingar, gott mál. Kannski fannst mér þó að þeir væru aðeins of ungir og aðeins of mikið skyldir til þess að virka trúverðugir sem fulltrúar. Nú er ég ekki að reyna að móðga neinar ágætar persónur (síður en svo) en mér finnst klíka, sambönd og ákveðin ættartengsl, pólitísk hefð og svo framvegis, stundum heldur mikil í pólitík. Mín skoðun á því máli en kannski er ég ekki hlutlaus, ég hef eftir allt aldrei kosið Framsókn. Er líka í annarri fjölskyldu...

Ég hugsa að ég sé ekki sú eina sem hugsar þessi mál og veltir fyrir sér, það er bara eðlilegt. Nú er ég heldur ekki að segja að það hafi aldrei verið klíkuskapur í Sjálfstæðisflokknum, eða öðrum flokkum. Þó svo að í flestum tilfellum sé þetta örugglega persónur sem hafi margt að segja og fullt erindi í pólitíkina. Gerir þetta ekki bara fyrir vinsældirnar og lúkkið út á við.

En pólitík er engri lík og fylgir manni um aldur og ævi. Alltaf á nokkurra ára millibili hefst fjörið á ný. Svo verður einhver á móti, einhver með, einhver er að þrífa eftir skítinn eftir hinn flokkinn, einhver klúðrar öllu, einhver sefur á vaktinni...

2 comments:

  1. samband ungra framsóknarmanna á Höfn hefur ekki verið starfrækt í mörg ár. svo mér finnst þetta bara flott framtak hjá þeim svo lengi sem þau "nenna" að halda því uppi :)

    kv. Kolla :)

    ReplyDelete
  2. já tvímælalaust og takk fyrir kommentið. :-)

    Ég skrifa nú mest út frá því hvernig þessi frétt kom mér fyrir sjónir.

    Annars auðvitað fínt framtak út af fyrir sig... það eru bara oft margar hliðar á málunum.

    ReplyDelete